Alþingi biðjist afsökunar

Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra notaði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, þau gamalkunnu slagorð að ræðan einkenndist af "nefndum en engum efndum" og þótti brandarinn óheppilegur með tilliti til þess að grínistinn er fyrrverandi ráðherra í efndalausustu ríkisstjórn allra tíma og þeirrar nefndamestu.

Fulltrúar meirihlutans í einni af nefndum síðustu ríkisstjórnar komst að þeirri niðurstöðu að stefna skyldi fjórum ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde, þ.e. honum sjálfum, Árna Mathíasen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvini G. Sigurðsyni og var formaður þeirrar nefndar einn af þingmönnum Vinstri grænna.  Með leikfléttu Samfylkingarþingmanna varð svo niðurstaðn sú að Geir H. Haarde skyldi einn ákærður fyrir Landsdómi, sem að lokum sýknaði hann af öllum ákærum nema að hafa ekki uppfyllt að fullu öll formsatriði um boðun ríkisstjórnarfunda.

Nú hefur Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins komist að þeirri niðurstöðu, með 83 atkvæðum gegn atkvæði Þuríðar Backman, eins ákærenda VG, að Landsdómsmálið hafi verið byggt á pólitík en ekki lögfræði og þar með gefið þeim þingmönnum sem að málinu stóðu algera falleinkunn vegna þess haturs og hefndarþorsta sem rak þá áfram við alla meðferð málsins fyrir Alþingi.

Athyglisvert er að enginn þingmaður minntist á þetta réttarfarshneyksli Alþingis við umræðurnar á Alþingi í gærkvöldi, en enn er tími fyrir þingið að taka málið til umræðu enda sumarþing rétt nýhafið.

Einu rökréttu viðbrögð Alþingis eru að biðja Geir H. Haarde afsökunar á þeirri mannvonsku sem hann varð fyrir af hendi naums meirihluta alþingismanna og framkomu Þuríðar Backman við afgreiðslu ályktunar Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins.


mbl.is Ekki í samræmi við refsiábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband