Er Gnarrinn kominn í stríðsbúninginn?

Jón Gnarr, svokallaður borgarstjóri, hefur marglýst því yfir að hann vilji láta banna allar herskipakomur til Reykjavíkur og lendingar allra flugfara sem herjum tengjast, helst á öllu landinu eða a.m.k. á Reykjavíkurflugvelli.  Ennfremur vill hann að landið segi sig úr NATO og hætti allri samvinnu við það varnarbandalag, en viðurkennir þó að erfitt gæti verið að vera án björgunarskipa og -flugvéla bandalagsins.

Hins vegar hefur vakið athygli að "friðarsinninn" kemur helst ekki fram við opinberar athafnir og móttökur án þess að skrýðast fullum herskrúða í anda stjörnustríðsmyndanna og að auki oftast vopnaður geislabyssum og sverðum í stíl.

Sennilega eru ekki margir borgarstjórar í heiminum jafn illa tengdir og Gnarrinn við þá raunveruleikaveröld sem þeir búa í, en lifa og hrærast í sýndarveruleika sem þeir halda að jafnist á við þann raunverulega. 


mbl.is Tundurduflaslæðarar í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband