Hvað um viðskiptabann ESB?

Bretar hafa áhyggjur af því að hugsanleg aukning fisksölu Íslendinga til Kína í kjölfar fríverslunarsamningsins milli landanna kunni að leiða til þess að minna verði flutt af fiski frá Íslandi til Bretlands og annarra Evrópulanda og verð muni hækka í kjölfarið.

Eins og kunnugt er hafa breskir hagsmunaaðilar barist eins og ljón fyrir því að sett verði viðskiptabann á Ísland vegna makrílveiðanna og yrði það gert myndi fiskútflutningur væntanlega algerlega leggjast af til Bretanna og annarra Evrópubúa og það myndi að sjálfsögðu hafa mikil áhrif á fiskverð í Evrópu til hækkunar.

Er ekki kominn tími til að Bretar, Skotar og aðrir boðberar viðskiptastríðs gegn Íslandi fari að átta sig á afleiðingum slíkrar styrjaldar fyrir þá sjálfa og láti af stríðsdansinum. 


mbl.is Óttast minna framboð á fiski frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband