Hástig vitleysunnar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður, segir að árásir á sig séu komnar yfir vitleysingastigið þegar einhverjir halda úti falspersónum á netinu til að rægja hana árum saman.  Telur Vigdís að einhver hljóti að greiða fyrir þessi skrif, því varla myndi nokkur nenna að standa í slíku árum saman af áhugamennsku einni saman.

Alþekkt er að alls kyns furðufuglar og vitleysingar stunda einelti, fyrirsát og árásir gegn ákveðnum einstaklingum langtímum saman án nokkurrar greiðslu eða hvatningar annarra, einmitt af þeirri ástæðu einni saman að viðkomandi árásarmaður er bilaður á geði eða hreinlega furðufugl og/eða vitleysingur.

Árásirnar og rógurinn gegn Vigdísi er alls ekki kominn yfir vitleysingastigið, heldur eru þær miklu nær því að vera hástigið sjálft, eða a.m.k. mjög nálægt því.   


mbl.is „Komið yfir vitleysingastigið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband