Auðvitað eru allir fífl, nema Vinstri grænir

Steingrímur J. hefur birt þann boðskap sinn í erlendum fjölmiðlum að kjósendur í Evrópu séu fífl og skeri íslenskir kjósendur sig þar alls ekki úr hópnum, enda hafi þeir kastað ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna út í hafsauga í nýafstöðnum kosningum.  Þetta hafi þeir gert af þeirri einföldu ástæðu að þeir séu heimskir og skilningslausir og trúgjarnir að auki.

Auðvitað eru tiltölulega fáar undantekningar frá þessari reglu, en það eru þeir kjósendur á Íslandi sem héldu sig við að kjósa Vinstri græna, en það voru þó ekki nema tæp 11% kjósenda og að frádregnum þeim sem kusu Samfylkinguna eru þá a.m.k. 76% kosningabærra manna á landinu sem falla í fíflaflokkinn.

Sjaldan, ef nokkurn tíma, hefur tapi í kosningum verið tekið jafnilla og forysta og stuðningslið fráfarandi ríkisstjórnar hafa gert eftir þennan kosningaósigur.

Líklega stafar það ekki síst af því að annað eins tap hefur hvergi þekkst á byggðu bóli frá örófi alda. 


mbl.is Skynsamari en Steingrímur telur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband