Nú er það svart og kemur reyndar ekki á óvart

Ríkisskattstjóri er að ráðast í herferð gegn svartri atvinnustarfsemi, sem hann segir að hafi aukist gríðarlega mikið undanfarin misseri sem aftur komi fram í minni virðisaukaskattsheimtum í ríkissjóð.  Þar að auki bendi síaukið seðlamagn í umferð til þess að svarta hagkerfið "blómstri" sem aldrei fyrr.

Þessi tíðindi þurfa auðvitað ekki að koma nokkrum manni  á óvart, því þetta mátti allt sjá fyrir og hafði verið spáð m.a. á þessu bloggi, vegna þeirra ómennsku skattahækkana sem á þjóðinni hafa dunið í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem er að hrökklast frá völdum með skömm, ekki síst vegna skattpíningar og svika annarra kosningaloforða.

Vonandi getur þetta mál orðið til að fleiri fari að skilja að skattahækkanir skila hreint ekki alltaf auknum tekjum í ríkissjóð, en það geta skattalækkanir hins vegar vel gert ef rétt er á haldið. 


mbl.is Ólögleg gisting undir smásjá RSK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband