Sjóræningjar hæðast að Sigmundi Davíð

Birgitta Jónsdóttir, Sjóræningi, lætur eins og minnihlutastjórn Framsóknarflokksins sé hugsanlegur kostur við stjórnarmyndun, enda séu Sjóræningjarnir tilbúnir að verja slíka stjórn vantrausti, a.m.k. í eitt ár.

Allir vita, sem vilja vita, að tillögur Framsóknarflokksins um skuldalækkanir íbúðalána munu ekki komast til framkvæmda á næstu árum, verði þær nokkurn tíma að veruleika, enda mun í fyrsta lagi taka langan tíma að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna um eftirgjöf á eignum sínum til ríkissjóðs og í öðru lagi mundi líka taka langan tíma að ganga frá skuldalækkununum, enda nokkuð flókið mál sem ekki hefur verið útskýrt af Sigmundi Davíð, eða öðrum Framsóknarmönnum, hvernig á að útfæra.

Þetta er því lúmskt útspil Sjóræningjanna til að sýna fram á að tillögur Framsóknarflokksins eru óframkvæmanlegar á einu ári og því er tillagan um minnihlutastjórnina einungis háð og spott í garð Framsóknarflokksins.

 


mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband