Allt Sjálfstæðisflokknum að kenna?

Á Íslandi hafa vinstri menn kennt Sjálfstæðisflokknum um bankahrunið á haustdögum árið 2008 og þar með að bera ábyrgð á kreppunni sem það olli með tilheyrandi erfiðleikum fyrir heimilin í landinu.  Þessi ótrúlega kjánalegi áróður virðist hafa gengið ótrúlega vel í almenning eins og skoðanakannanir sýna glögglega um þessar mundir.

Í þessum blekkingaráróðri er látið eins og bankahrun og kreppa hafi verið eitthvert séríslenskt fyrirbrigði og vandlega passað upp á að nefna ekki efnahagshrunið sem gekk yfir þjóðirnar austan hafs og vestan og átti upphaf sitt í Bandaríkjunum, en breiddist þaðan um allan hinn vestræna heim.

Í meðfylgjandi frétt má sjá hvernig kreppan hefur leikið löndin í ESB og almenning þar, sem er að glíma við gríðarlegt atvinnuleysi, hrun fasteignaverðs og ókleifan skuldamúr.

Það verður að teljast með miklum ólíkindum að fólk skuli taka mark á þeim áróðri að Sjálfstæðisflokkurinn  á Íslandi skuli hafa verið svo valda- og áhrifamikill að hann hafi með verkum sínum getað valdið heimskreppu.


mbl.is Sex milljónir starfa urðu kreppunni að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband