Þú kýst ekki eftirá

Allir þekkja auglýsinguna "Þú tryggir ekki eftirá" og sama ætti að hafa í huga í kosningunum á morgun, þ.e. "þú kýst ekki eftirá".

Þeir sem raunverulega vilja breytingar á stjórnarfarinu í landinu, uppbyggingu atvinnulífsins með tilheyrandi minnkun atvinnuleysisins, aukinn hagvöxt, meiri kaupmátt og lægri skatta hafa aðeins einn valkost og það er Sjálfstæðisflokkurinn.

Margir sem venjulega hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn hafa látið ótrúlega ósanngjarna umfjöllun um flokkinn og ekki síður svívirðilegan lygaáróður og ærumeiðingar um formann hans hafa áhrif á sig og segjast nú ætla að kjósa Framsóknarflokkinn vegna þess að hann muni hvort sem er örugglega fara í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn að kosningum loknum.

Engin trygging er fyrir því að Framsóknarflokkurinn halli sér ekki til vinstri við stjórnarmyndun, enda hefur komið fram frá einstökum þingmönnum hans að slíkt ætti að verða fyrsti valkostur flokksins.

Eina örugga ráðið til að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn er að kjósa hann og ekki annað. Annað gæti valdið miklum vonbrigðum og sárindum fyrir þá sem misreikna sig í þessu efni. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband