Eru minni máttar þvingaðir af þeim sterkari innan ESB?

Tiltölulega fáir Íslendingar trúa því statt og stöðugt að komi þeir Íslandi í ESB verði það nánast eins og að landið, miðin og þjóðin sjálf væru komin inn í sjálft himnaríki og þar með hólpin á sál, líkama og ekki síst efnahagslega.

Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson reyndu að telja þjóðinni trú um að öll efnahagsvandræði þjóðarinnar myndu leysast af sjálfu sér við það eitt að sækja um aðild að ESB, enda var það gert í miklum flýti fyrir fjórum árum og þar að auki tvisvar til öryggis.  Batinn hefur hins vegar látið bíða eftir sér, þannig að umsóknin virðist ekki hafa gert neitt kraftaverk og ekki liggja neinir inngönguskilmálar á borðinu ennþá, þó þeim hafi verið heitið með miklum forgangi þarna um árið.

Á þessum fjórum árum hafa ýmsir efnahagserfiðleikar verið að koma í dagsljósið innan ESB og þá ekki síst í evrulöndunum, en samkvæmt trúboðinu á hún að vera það við innlimunina sem öllu á að bjarga.  Innan ESB eru haldnir neyðarfundir nánast mánaðarlega til að finna "björgunarpakka" fyrir hin ýmsu evruríki og eru slíkir pakkar sérframleiddir fyrir hvert ríki fyrir sig og valda vægast sagt litla ánægju hjá þiggjendum pakkanna.

Kýpur er nýjasta evruríkið til að fá slíkan pakka afhentan og um hann segir forseti Kýpur m.a:  "Við erum einfaldlega að fara fram á það sem við eigum rétt á: samstöðu. Því miður hafa þessi grundvallargildi Evrópusambandsins ekki verið virt. Þvert á móti hafa ákvarðanir, sem teknar hafa verið fyrirfram af hagsmunaaðilum, verið framkvæmdar með þvingunum."

Aldrei hafa íslenskir ESBtrúboðar vikið að þvíeinu orði að þeir smærri innan stórríkisins væntanlega séu kúguð af hinum aflmeiri.  Þvert á móti hefur því verið haldið fram að smáríkin hafi mikil áhrif með því  einu að "sitja við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar".

Þau hafa greinilega ekki mikil áhrif á þær ákvarðanir sem snerta þau sjálf.  Varla er þá að búast við að áhrifin séu meiri á aðrar ákvarðanir. 


mbl.is Segir Kýpur hafa verið beitt þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband