Fjármálaráðherra Írlands fer með tómt fleipur

Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, hlýtur að vera með fáfróðari ráðherrum Evrópu.  Hann uppljóstraði fávisku sinni á fundi þar sem hann hélt því fram að Ísland hefði ekki unnið neinn sigur fyrir Eftadómstólnum, enda hefði sparnaður almennings á Íslandi "þurrkast út".

Samkvæmt fréttinni sagði blessaður maðurinn á fundinum m.a:  "Sagði hann að mótmælendur á Írlandi kölluðu eftir því að láta hlutabréfaeigendur éta það sem úti frysi en á Íslandi hefði það átt við um innistæðueigendur. Fólk hafi glatað sparnaði sínum."

Þarna snýr ráðherrann staðreyndunum algerlega á hvolf, því á Íslandi héldu  sparifjáreigendur öllu sínu, þökk sé Neyðarlögunum, en stærstur hluti hlutabréfaeigna þurkaðist hins vegar út.

Ekki er líklegt að íslensk stjórnvöld reyni að leiðrétta þessa vitleysu, enda er Írland í ESB og þar má engan styggja. 


mbl.is „Ísland vann engan sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlægja Jóhönnu í kveðjuskyni

Guðbjartur Hannesson, erfðaprins Jóhönnu Sigurðardóttur, tapaði með miklum mun í formannskjöri Samfylkingarinnar, en úrslitin voru tilkynnt á landsfundi flokksins fyrr í dag.  Aðeins tæpur þriðjungur þeirra sem rétt höfðu til þátttöku í kjörinu nennti að rétta út hendina til að greiða atkvæði þrátt fyrir að þurfa aðeins að kveikja á heimilistölvunni og þurfa ekki að ómaka sig um langan veg á kjörstað í óvissum veðrum.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið í einhverri óskiljanlegri hefndarherferð gegn Sjálfstæðisflokknum allt kjörtímabilið þrátt fyrir að hafa starfað í ríkisstjórnum með þeim flokki árum saman og nú síðast í þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf kallar "hrunstjórn".  Í lokaræðu sinni sem formaður sagði Jóhanna að framundan væri harðvítugt stríð við Sjálfstæðisflokkinn, sem hún vonaðist til að erfðaprinsinn myndi stjórna.

Árni Páll Árnason, hinn nýkjörni formaður, sneri niðurlægingarhnífnum í sári Jóhönnu með ýmsu móti í þakkarræðu sinni og sagði m.a., samkvæmt viðhangandi frétt:  "Við erum á tímamótum og það er erfitt að sjá að frekari stríðsrekstur verði Samfylkingunni til árangurs eða virðingarauka. Við höfum háð of mörg stríð án árangurs þetta kjörtímabil og við verðum að læra af þeirri reynslu,“ sagði Árni Páll og hvatti til annarra lausna.

Sjaldan hefur viðtakandi formaður í stjórnmálaflokki niðurlægt og afneitað fyrirrennara sínum á beinskeittari hátt. 


mbl.is „Stríðsrekstur ekki til árangurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband