ESB kastar grímunni

Á sínum tíma, þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar var að réttlæta og troða IPAstyrkjum inná þjóðina, hélt Össur Skarphéðinsson því statt og stöðugt fram að styrkirnir kæmu innlimunarferlinu í raun ekkert við og væru einungis skýrt dæmi um frábært samstarf og einlægan vilja ESB til að styrkja alls kyns verkefni og rannsóknir á Íslandi.

Jón Bjarnason, þáverandi  landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, neitaði að taka við slíku fé til sinna málaflokka og hélt því fram að nánast væri um mútufé ESB að ræða til að "liðka til" við innlimunina og kaupa hinu væntanlega stórríki velvild Íslendinga í sinn garð.  Össur mótmælti þeim málflutningi Jóns harkalega og að lokum var Jóni sparkað úr ráðherrastóli vegna andstöðunnar við ESB og IPAmúturnar.

Nú hefur ESB loksins kastað grímunni og hætt feluleiknum um mútféð, eða eins og segir í fréttinni:  "Í erindi sínu til íslenskra stjórnvalda vísar framkvæmdastjórnin til þess að IPA aðstoð við Ísland hafi verið ætlað að styðja við verkefni sem ráðast þyrfti í vegna áforma um aðild að ESB. Í ljósi breyttrar stefnu stjórnvalda, telji hún ekki vera forsendur fyrir frekari styrkveitingum."

Þar sem íslensk stjórnvöld hafa gefið skýrt til kynna að ekki verði unnið frekar að innlimun landsins í stórríkið væntanlega, þá er í sjálfu sér ekkert við því að segja að mútugreiðslum verði hætt af hálfu ESB, enda óhæfuverk frá upphafi að þiggja slíkar greiðslur.

Eftir stendur ESB grímulaust og Össur og félagar raunar berrassaðir, eins og kóngurinn í ævintýrinu sem lét skraddarana plata sig til að ganga um í "nýju fötunum". 


mbl.is Hættir við einhliða og án fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband