Sjómannaafsláttur er sanngirnismál

Íslenskir sjómenn hafa notið afsláttar frá skattgreiðslum í sextíu ár, en í skattahækkanaæði vinstri stjórnarinnar var sjómannaafslátturinn aflagður og skattgreiðslur sjómanna þar með hækkaðar umfram skattahækkanirnar sem aðrir máttu þola og þótti nóg um.

Afsláttur af skattgreiðslum sjómanna tíðkast víða í nágrannalöndunum og eru þar í flestum tilfellum miklu ríflegri en hér tíðkaðist.  Sjómenn hafa ekki sama aðgang að þjónustu samfélagsins og aðrir þegnar vegna fjarveru sinnar og af þeirri ástæðu einni er skattaafslátturinn meira en réttlætanlegur.

Aðrir launþegar, sem stunda vinnu langt frá heimilum sínum, fá skattaafslátt af dagpeningagreiðslum sem tíðkast í slíkum tilfellum og vitað er að spilað er á slík hlunnindi til að lækka skatta þeirra sem mögulega hafa tækifæri til þess, sem og bifreiðahlunnindi og fæðispeninga.

Sjómenn geta ekki nýtt sér neitt slíkt vegna sinnar vinnu, sem þó er öll unnin langt frá heimilum þeirra, að ekki sé minnst á þá hættu sem fylgir störfum þeirra umfram flesta aðra.

Endurreisn sjómannaafsláttar er sanngirnismál. 


mbl.is Sjómannaafsláttur verði endurreistur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband