Betlistafur ráðherra eða gildur stafur jólasveina?

Því verður illa trúað að íslensk stjórnvöld ætli að senda utanríkisráðherrann til Brussel með betlistaf í hendi til að væla það út úr stórríkinu, væntanlega, að það standi við samninga sem það sjálft hefur gert og undirritað við einstaka aðila, félög eða stofnanir hérlendis undir merkjum IPA.  

IPA-styrkir, eða mútufé eins og margir vilja skilgreina fyrirbærið, eru til þess ætlaðir að styrkja ímynd ESB í þvi landi sem reynt er að innlima í stórríkið, væntanlega, og aðlaga lög og stjórnkerfi viðkomandi að ESB áður en formleg innlimun fer fram.

Eftir að Íslendingar tilkynntu ESB að innlimunarferlinu yrði ekki haldið áfram er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hætta allri móttöku innlimunarstyrkja, eða mútufjár, þó reikna hefði mátt með að ESB stæði við þegar gerða samninga vegna verkefna sem þegar hefðu hafist á grundvelli þeirra.   Hins vegar sýnir ESB enn einu sinni  að undirritaðir samningar þess eru ekki pappírsins virði, sem þeir eru ritaðir á, ef stórríkinu, væntanlega, sýnist sínum eigin hag betur borgið með svikum þeirra.

Í tilefni árstímans væri nær að senda jólasveinana til Brussel með gildan staf í hendi en að senda þangað  ráðherra með betlistaf.  Hvað jólasveinarnir ættu síðan að gera með stafinn gilda þegar þangað væri komið skal ósagt latið.


mbl.is Skoða réttarstöðu vegna IPA-styrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband