Fresta tekjuskattslækkun - upphæðina í heilbrigðiskerfið

Viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við heilbrigðiskerfið í landinu  er svo skelfilegur að í málaflokknum ríkir nú algert neyðarástand og kerfið í raun að hruni komið.

Tækjakostur Landspítalans er meira og minna úr sér genginn og úreltur og sú sáralitla endurnýjun tækja sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hefur komið frá ýmsum félagasamtökum eftir fjársafnanir meðal þjóðarinnar.

Ný ríkisstjórn hefur boðað að miðþrep tekjuskatts einstaklinga skuli lækkað um 0,8% og spara launþegum þannig um fimm milljarða króna á næsta ári.  Vinstri stjórnin var nánast skattaóð og hækkaði alla skatta sem hægt var að hækka og bætti við nýjum svo lengi sem hugmyndaflugið dugði til.

Þrátt fyrir að þjóðin sé orðin fullsödd af skattaáþján vinstri stjórnarinnar verður hreinlega að fresta fyrirhugaðri tekjuskattslækkun um eitt ár og láta fimm milljarðana renna til heilbrigðiskerfisins, en með því móti væri hægt að bjarga því frá hruninu sem annars er stórhætta á að verði.

Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lofaði skattalækkunum á almenning og atvinnulíf.  Henni verður fyrirgefið þó lækkuninni yrði frestað um eitt ár vegna neyðarinnar sem vinstri stjórnin skildi eftir sig. 

 


mbl.is Öll myndgreiningartæki LSH biluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband