Jón Gnarr þarf að kynna sér afstöðu borgarbúa

"Ég hvet fólk til að kynna sér málið frá öllum hliðum áður en það tekur afstöðu," segir borgarstjóri í viðtali við Kjarnann og er þá að ræða um Reykjavíkurflugvöll.  Fá mál, ef nokkurt, hefur verið meira í umræðu manna á milli undanfarna mánuði og Reykjavíkurflugvöllur, staðsetning hans nú og í framtíðinni.

Nýbúið er að afhenda borgaryfirvöldum mótmæli tæplega sjötíuþúsund landsmanna við þeim skipulagstillögum að flugvöllurinn verði afmáður í Vatnsmýrinni og byggðar íbúðir þar í staðinn.  Því er haldið fram að enginn sem þar myndi  búa þyrfti að eiga bíl og allir myndu ganga eða hjóla í vinnuna.  Líklega er þá reiknað með að hver einasti íbúi svæðisins myndi vinna á Landspítalanum, því tilhneygingin er ávallt sú að helstu framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, færist í útjaðra borgarinnar.

Benda má á efri byggðir í austurhluta borgarinnar því til sönnunar og líklegt að á næstu áratugum færist fyrirtækin sem þar eru enn lengra frá miðkjarnanum og íbúðabyggð rísi þar í staðinn.  Segja má að sú þróun sé þegar hafin, þar sem mikið af ósamþykktum íbúðum eru nú þegar í þessum iðnaðarhverfum og margt af atvinnuhúsnæðinu byrjað að drabbast niður.

Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri, þyrfti að kanna betur hver hugur borgarbúa til flugvallarins er, en í síðustu skoðanakönnun kom fram að 72% Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni áfram.  

Þó ekki væri af öðrum ástæðun en efnahagslegum ætti ekki að vera að ræða um flutning vallarins núna, því  hvorki Reykjavíkurborg né ríkissjóður hefur efni á því næstu áratugi að flytja hann eitt eða neitt.


mbl.is „Ljóst að flugvöllurinn þarf að fara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband