Ríkiđ spari og skeri niđur, nema bara ekki hjá mér og mínum

Allir virđast sammála um ađ forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar eigi ađ vera ađ endurreisa heilbrigđiskerfiđ, sem komiđ er fram af bjargbrúninni fjárhags- og rekstrarlega eftir "forgangsröđun" vinstri stjórnarinnar síđast liđin fjögur ár.  

Ţrátt fyrir ţennan meinta einhug um aukin fjárframlög til velferđar- og heilbrigđismálanna vill ekki einn einasti ađili láta spara í sínum málaflokki og láta til dćmis listamenn öllum illum látum vegna ţess ađ fjárframlög nćsta árs skuli vera hugsuđ á svipuđum nótum og ţau voru áđur en Ţráinn Bertelsson seldi stuđning sinn viđ ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. gegn ţví gjaldi ađ styrkir til kvikmyndagerđar yrđu hćkkađir verulega.

Sama er ađ segja um alla ađra málaflokka, talsmenn ţeirra mótmćla harđlega öllum sparnađi sem viđkomandi ţyrfti ađ taka á í sínum ranni, en ţykir eđlilegt og sjálfsagt ađ sparađ sé og skoriđ niđur hjá öđrum.

Ekki poppar upp í minninu ađ ţessir ađilar hafi mótmćlt ţví ađ öryrkjar og aldrađir hafi veriđ skertir um milljarđa króna á síđasta kjörtímabili til ţess ađ hćgt vćri ađ hćkka framlög til annarra, t.d. til ýmissa menningarmála og listamannalauna.

Ríkissjóđur verđur ađ forgangsrađa og á međan fjármunir eru af skornum skammti verđa ýmsir málaflokkar, sem ekki teljast nánast lífsnauđsynlegir, ađ ţreyja ţorrann og bíđa betri tíma sem mun koma međ blóm í haga. 


mbl.is Misráđiđ ađ skera niđur í menningu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 28. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband