Björn Valur og bjánarnir

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG sem flokksmenn hafa nú hafnað og nánast rekið af Alþingi, er landsþekktur fyrir óvandað orðbragð um allt sem hann fjallar um og er þá sama hvort hann er að tala um samstarfsfólk sitt á þingi eða aðra og getur alls ekki hamið sig ef eitthvað er sagt og gert sem honum mislíkar.

Miðað við svívirðingarnar sem nánast daglega vella frá þingmanninum er fátt sem honum líkar í umhverfi sínu og upp á síðkastið hefur honum verið sérstaklega uppsigað við Ólaf Ragnar Grímsson, sem hann nefnir jafnan "forsetaskrípið" eða "forsetabjánann".

Á þessu bloggi hefur aldrei verið lýst yfir hrifningu af, eða stuðningi við, Ólaf Ragnar, heldur þvert á móti og oft höfð uppi hörð orð um gerðir hans. Aldrei hefur þó komið til álita að nota orðbragð á við það sem þingmaður Vinstri grænna lætur sér sæma.


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband