31.1.2013 | 20:17
Heldur Össur að landar hans séu gleymin fífl?
Pétur Blöndal, þingmaður, varpaði þeirri spurningu til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag hvort samhljómur væri í málflutningi forsetans og ríkisstjórnarinnar varðandi utanríkismál.
Össur mærði forsetann á allan máta og sagði m.a. samkvæmt fréttinni: "Össur svaraði því til að hann liti á Ólaf Ragnar sem góðan liðsmann utanríkismálum Íslands. Hann hefur langhæsta rödd allra þeirra sem tala á Íslandi. Hann er þjóðhöfðinginn. Hann hefur til dæmis tekið þátt í því að setja málefni norðurslóða á dagskrá og það hefur skipt miklu máli. Þá sagði hann það hafa verið rétt eftir á að hyggja af forsetanum að beita málskotsréttinum í Icesave-málinu."
Annaðhvort heldur Össur að hann sé utanríkisráðherra heimskustu og gleymnustu þjóðar í heimi eða hann er bæði að hæðast að forsetanum og þjóðinni í heild. Er einhver annar en Össur sjálfur búinn að gleyma því sem hann sagði þegar forsetinn fór í opinbera heimsókn til Indlands, skömmu eftir að hann hafnaði ólögunum um Icesave staðfestingar eftir áskorun tugþúsunda kjósenda: Það eru einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar fyrir hann, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands hófst í dag í borginni Bangalore. Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar er með í för þótt heimsóknin hafi verið ákveðin fyrir nærri ári og verið skipulögð í samráði forsetans og ríkisstjórnarinnar.
Svar Össurar í dag er algerlega út úr kú miðað við fyrri framgöngu hans og ríkisstjórnarinnar í þágu erlendra fjárkúgara.
![]() |
Góður liðsmaður utanríkisþjónustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)