Borgarstjórinn grættur á íbúafundi

Jón Gnarr, borgarstjóri, ber sig aumlega eftir íbúafund í Grafarvogi og segist hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi af hendi fundarmanna.

Svo virðist að eineltið og ofbeldið hafi falist í því að fundarmaður kallaði borgarstjórnarmeirihlutann "hyski", sem hann vildi helst vera laus við úr lífi sínu. Einnig mun hafa komið fram mikil óánægja nokkurra fundarmanna með frammistöðu borgaryfirvalda í málefnum hverfisins.

Allir, sem fylgst hafa með stjórnmálum í langan tíma og sótt ýmsa fundi með stjórnmálamönnum, hafa heyrt og séð ýmislegt verra en það sem þarna sýnist hafa verið á ferðinni og afar óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að stjórnmálamenn væli og skæli undan því sem við þá er sagt á slíkum samkomum.

Þar fyrir utan er orðanotkun borgarstjórans afar undarleg, því óskiljanlegt er hvernig hægt er að kalla þetta, þó afar ókurteislegt sé, "einelti og ofbeldi" og ber vott um mikla "orðtakablindu".

Ruddaleg framkoma á svona fundum er algerlega óafsakanleg en væl og skæl borgarstjórans eftir fundinn bendir ekki til að hann hafi taugar til að sinna opinberu embætti.


mbl.is „Einelti og hreint og klárt ofbeldi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband