Írar hefðu betur sett Neyðarlög í bankahruninu þar í landi

Aðstoðarforsætisráðherra Írlands, Eamon Gilmore, birti grein í níu evrópskum dagblöðum í dag þar sem hann krefst þess að Írar fái aðstoð til að létta 64 milljarða kröfu af írskum skattgreiðendum, sem þeir voru látnir axla til þess að bjarga bankakerfi landsins frá hruni.

Írar, ásamt flestum ESBríkjum, tóku yfir á ríkssjóð gríðarlegar skuldir bankakerfisins sem nú eru að sliga skattgreiðendur. Nú er komið í ljós að um mikil mistök var að ræða, enda ræður almenningur landanna ekki við að greiða niður þessar skuldir, jafnvel ekki á mörgum áratugum.

Vandinn væri mun viðráðanlegri hefðu fleiri ríkissjórnir en ríkisstjórn Geirs H. Haarde haft vit, getu og áræði til að setja "Neyðarlög" við bankahrunið og hlíft almenningi við að axla skuldir óreiðumanna.


mbl.is Skattgreiðendur beri ekki þungann einir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband