Ríkisstjórnin (og þjóðin ekki síður) ætti að hlusta á Jón Daníelsson

Ríkisstjórnin heldur áfram að vandræðast með innlimunarferlið í ESB og Samfylkingin heldur áfram að berja höfðinu við steininn sem Vinstri Grænir eru búnir að fela sig á bak við og þjóðin er löngu búin að sjá að tilburðum Samfylkingarinnar fylgir ekkert annað en hausverkur.

Katrin Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, boðar umheiminum að kosning um innlimunina muni fara fram á árinu 2014 eða 2015 "ef einhverjir hnökrar verða á viðræðunum við sambandið".  Þegar lagt var upp með innlimunardrauminn sögðu Samfylkingarráðherrarnir að allt málið myndi taka 6-10 mánuði, þannig að hnökrar hljóta að hafa verið á því allan tímann og varla mun rakna mikið úr þeim úr þessu, enda virðast meira að segja hörðustu ESBsinnar varla trúa sjálfum sér lengur.

Ríkisstjórnin ætti að snúa sér að öðrum og brýnni málum og t.d. hlusta á það sem Jón Daníelsson, hagfræðingur, sagði í þættinum á Sprengisandi, en á það má hlusta hér:  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP16402

Í raun ætti hlustun á þetta viðtal að vera skylda hvers hugsandi manns og þó fyrri hlutinn sé fróðlegur, þá er íslenska ríkisstjórnin ekki líkleg til að hafa áhrif á það sem þar er rætt, en hún ætti að taka til sín það sem fram kemur í seinni hlutanum og hlusta á þann kafla kvölds og morgna þann tíma sem eftir lifir fram að kosningum.

Kjósendur ættu ekki síður að hlusta á það sem Jón hefur fram að færa um stefnu stjórnarinnar og forðast að gera þau mistök í komandi kosningum að kjósa annað eins yfir sig aftur.


mbl.is Kosið um ESB 2014 eða 2015?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband