Svínaflensufaraldur í uppsiglingu?

Nú eru sífellt fleiri fréttir að berast erlendis frá um Svínaflesuveikindi og dauðsföll af hennar völdum. Í Noregi hafa tæplega tvöhundruð manns greinst með flensuna og þar orðið a.m.k. eitt dauðsfall svo vitað sé vegna veikinnar.

Hér á landi, eins og víðar, fór fram mikil bólusetningarherferð gegn Svínaflensu og gerðu margir lítið úr því átaki, enda varð ekki um mikinn faraldur að ræða þá en sú spurning vaknar hvort þeir sem létu bólusetja sig hér um árið séu ennþá í minni hættu á að sýkjast en þeir sem ekki gerðu það.

Vegna þessara frétta um þessa skæðu flensu væri upplýsandi að fjölmiðlafólk stæði sig í stykkinu og flyttu fólki upplýsingar um hættuna sem af flensunni stafar, hvort bólusetningin virkar ennþá og hvort boðið sé upp á bóluefni fyrir þá sem létu slíkt ógert á sínum tíma, eða a.m.k. fyrir eldra fólk og aðra þá sem í mestri hættu eru.

Enginn þarf a.m.k. að velkjast í vafa um að verði um verulegan faraldur að ræða í nágrannalöndunum mun hann ná hingað til lands áður en langt um líður.


mbl.is 20 greinst með svínaflensu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband