Ætti Ögmundur ekki að nota rauða dregilinn?

Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, ætlar að kalla forstjóra Útlendingastofnunar á teppið fyrir að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum að hælisleitendur teldu Ísland fýsilegan kost þar sem málsmeðferð tæki langan tíma og að hér gætu þeir fengið frítt fæði og húsnæði á meðan.

Margir hælisleitendur koma hingað til lands með fölsuð vegabréf, ljúga til um aldur til þess að hljóta meðferð sem börn og margir reyna allar mögulegar leiðir til þess að komast á laun til annarra landa og einhverjum tekist það eftir ítrekaðar tilraunir.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir ætlar Ögmundur að hirta forstjórann fyrir ummælin og segir þau ekki byggð á vísindalegum rannsóknum og sönnunum og því megi forstjórinn ekki láta skoðanir sínar á þessum málum í ljós opinberlega, þrátt fyrir að allir sem vilja sjá, sjá að forstjórinn hefur talsvert mikið til síns máls varðandi þetta vandamál.

Eðlilegra væri að ráðherrann fagnaði því að til sé opinber starfsmaður sem þorir að segja meiningu sína um þau vandamál sem stofnun hans er að glíma við.

Því væri mun réttara að Ögmundur breiddi út rauða dregilinn við ráðuneytið þegar forstjórinn mætir á teppið.


mbl.is Kallar forstjóra Útlendingastofnunar á teppið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband