Jón Ásgeir hefur ávaxtað eyri sinn (eiginkonunnar?) vel

Fyrir ekki svo löngu síðan sagði Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir rétti í Bandaríkjunum að hann væri algerlega eignalaus maður eftir bankahrunið sitt, ætti ekki fyrir lögfræðikostnaði og væri á framfæri eiginkonu sinnar.

Tiltölulega fáum mánuðum síðar bárust fréttir af rausnarlegum arðgreiðslum til hans frá fjárfestingarfélagi hans og fyrrverandi forstjóra Baugs í London og enn berast jákvæðar fréttir af viðskiptasnilld Jóns Ásgeirs, en nýjasta fjárfestingin er í hamborgaraframleiðslu í London, enda hefur ekki verið ætan hamborgara að hafa í þeirri borg fram að þessu.

Dagblaðið Telegraph segir að um hundruðmilljóna fjárfestingu sé að ræða, en Jón Ásgeir mótmælti því harðlega í RÚV í kvöld og sagði þarna einungis um tuttugumilljónir að ræða, sem hann hefði fengið frá konu sinni, sem þekkt er af rausnalegum vasapeningum til eiginmannsins.

Sagan sýnir hins vegar muninn á viðskiptasnillingi og venjulegum meðaljóni, því á meðan Jóni Ásgeiri verður allt að gulli er meðaljóninn enn að basla við húsnæðislánið sitt og hefur alls ekki lagt fyrir eina einustu krónu frá hruni.

Líklega er meðaljóninn bara ekki jafn vel kvæntur og Jón Ásgeir.


mbl.is Jón Ásgeir í hamborgarabransann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband