Öflugur forystumaður

Ólöf Nordal hefur ákveðið að hætta á þingi í vor, þar sem hún mun þá flytjast af landi brott og mun að sjálfsögðu ekki geta sinnt ábyrgðarstörfum á Íslandi úr slíkri fjarlægð.

Ólöf hefur jafnframt þingmennskunni verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðið sig með miklum sóma í því embætti, ekki síður en í þingmannsstarfinu.

Mikil eftirsjá verður af þessum öfluga leiðtoga og hennar verður sárt saknað af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og reyndar af fleirum, enda hefur Ólöf notið virðingar langt út fyrir raðir flokksins.

Vonandi mun Ólöf snúa aftur í íslensk stjórnmál eftir einhvern tíma, enda mikill missir að þessari hæfileikaríku konu úr framvarðarsveit þingsins og flokksins.


mbl.is Kveður þingið í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband