Sandur til Sahara og ísmolar til Grænlands

Fyrirtækið Íslenskar matvörur hefur hafið innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi og segir að það muni verða á svipuðu verði út út búð og íslenska lambakjötið. Ekki er þó um mikið magn að ræða og sagt að um athugun sé að ræða á bragðlaukum landsmanna og hvort þeir finni mikinn bragðmun á lambakjöti frá sitt hvoru "heimshorninu".

Ekki verður alveg séð í fljótu bragði sú nauðsyn að eyða dýrmætum gjaldeyri til innflutnings á kjöti um nánast eins langan veg og mögulegt er á hnettinum ef það verður ekki ódýrara en það íslenska og jafnvel svo svipað að bragðgæðum að erfitt verði að finna mun á kjötinu að öðru leyti.

Íslendingum hefur alltaf þótt íslenska lambakjötið vera það besta í heimi og eina umkvörtunarefnið í sambandi við það hefur verið að fólki finnst það orðið nokkuð dýrt í innkaupum og því vandséð að nýsjálenskt lambakjöt verði frekar fyrir valinu í heilgarsteikina, ekki síst ef verðið verður ekki einu sinni talsvert lægra en á því íslenska.

Svipar þetta ekki til þess að einhverjum kaupahéðni dytti í hug að flytja sand til Sahara eða ísmola til að blanda út í kokteila í Grænlandi (eða jafnvel á Íslandi)?


mbl.is Flytur inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband