Hver gaf Höskuldi 1. sætið?

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er æfur yfir því að formaður flokksins skuli ætla að gefa kost á sér í 1. sæti listans í Norðausturkjördæmi, eða eins og segir í fréttinni: "Höskuldur hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að gefa fyrsta sætið eftir til Sigmundar Davíðs."

Það er alveg furðulegt að nokkur maður skuli telja sig eiga ákveðin sæti á listum stjórnmálaflokkanna, því það eru stuðningsmenn flokkanna sem ákveða hverjir skipi hvaða sæti. Þannig virkar lýðræðið og ekkert er eðlilegra en að tekist sé á um sæti á listum, fari sú barátta fram á heiðarlegum og málefnalegum grunni.

Enn furðulegra við viðbrögð Höskuldar er að hann var alls ekki í fyrsta sæti á lista flokks síns í þessu kjördæmi eftir prófkjör fyrir þingkosningarnar árið 2009, heldur fékk hann aðeins um 350 atkvæði í það sæti, en Birkir Jón Jónsson fékk vel á sjöttaþúsund atkvæða í fyrsta sætið. 

Viðbrögð Höskuldar vekja þá spurningu á hvaða forsendum hann telur sig eiga fyrsta sætið og telji sig geta gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að gefa það eftir til formannsins.

Nú, þegar Birkir Jón hefur gefið út tilkynningu um að hann ætli að hætta þátttöku í stjórnmálum í bili, verður Höskuldur að svara því hvernig stendur á því að hann telur sig sjálfskipaðan eftimann hans í fyrsta sætið.

Telur Höskuldur að lýðræði eigi ekki við þegar kemur að uppstillingu listans fyrir komandi kosningar.

 


mbl.is Hafa ekki rætt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband