Æsifréttir í stað ígrundaðrar yfirferðar um stórt mál

Undanfarna daga hafa umræður um bókhaldskerfi ríkisins og úttekt Ríkisendurskoðunar á innleiðingu þess og rekstraröryggi tröllriðið fjölmiðlum landsins og verið aðalumfjöllun Kastljóss síðustu þrjá daga og boðað er framhald næstu daga.

Það sem mest er sláandi við þessa umfjöllun er hve vinnubrögð Ríkisendurskoðunar hafa verið slæleg, þ.e. að stofnunin skuli hafa verið komin með drög að rannsóknarniðurstöðu í nóvember 2009, en þá er eins og málið hafi algerlega dagað uppi innan stofnunarinnar og skýrslan hvorki verið send þeim sem andmælarétt höfðu og hvað þá að áfanganiðurstaðan hafi verið kynnt Alþingi eða ríkisstjórn.

Hins vegar er augljóst að þeir sem fjalla um málið í Kastljósinu virðast ekki hafa minnstu innsýn í bókhald og bókhaldskerfi og allra síst hvernig slíkt kerfi fyrir ríkisfyrirtæki, stofnanir ríkissins og ríkissjóð sjálfan þurfa að virka og hvílíkt risakerfi þarf til að halda utan um allar upplýsingar sem þörf er á fyrir slíkt batterí.

Umfjöllun um svona mál þurfa allra síst á æsifréttamennsku að halda, heldur þarf að ræða þau öfgalaust og af skynsemi. Það gerði reyndar Gunnar H. Hall fjársýslustjóri í Kastljósi kvöldsins.


mbl.is Gallar á kerfinu hafa verið lagfærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband