Stjórn sem slítur til sín fjármuni í stórum stíl

Slitastjórnir gömlu bankanna hafa rakađ til sín milljörđum króna frá bankahruninu og er eftirfarandi setning úr međfylgjandi frétt dćmigerđ fyrir ţennan ótrúlega fjáraustur stjórnanna í sjálfar sig: "Tveir stjórnarmenn í slitastjórn Glitnis og lögmannsstofa ţeirra fengu 280 milljónir króna í greiđslur frá ţrotabúinu í fyrra. Steinunn Guđbjartsdóttir fékk 100 milljónir króna og Páll Eiríksson 80 milljónir króna en lögmannsstofan 100 milljónir króna."

Venjulegt fólk áttar sig ekki á hvernig í ósköpunum ţessi nýji "bankaađall" fer ađ ţví ađ réttlćta slíkar upphćđir og engu er líkara en slitastjórnirnar hafi tekiđ viđ af gömlu bankaklíkunum sem tćmdu bankana innanfrá og áttu stóran ţátt í ţeim efnahagserfiđleikum sem ţjóđin hefur ţurft ađ glíma viđ frá árinu 2008 og ekki sér fyrir endann á ennţá.

Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar til ađ rannsaka og skrásetja ađdraganda bankahrunsins og ekki virđist vera minni ástćđa til ađ setja á fót rannsóknarnefnd til ađ fara í saumana á störfum slitastjórnanna og hvernig ţćr hafa komist upp međ ađ "slíta" til sín ţessa óheyrilegu fjármuni. 


mbl.is Fengu 280 milljónir í fyrra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 24. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband