Að kaupa morð

Pakistanskur ráðherra hefur lofað hverjum þeim sem drepur þann sem gerði kvikmyndina "Sakleysi Islam" ríflega tólf milljóna króna greiðslu og finns ekkert sjálfsagðara en að Al-Queda og önnur hryðjuverkasamtök taki þátt í kapphlaupinu um þessi "verðlaun".

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem áhrifamenn innan múslimatrúarinnar heita verðlaunum fyrir morð á þeim sem þeim finnst hafa móðgað rétttrúaða múslima, að ekki sé minnst á ef þeim finnst lítið gert úr spámanninum sjálfum eða gert grín að honum. Salmann Rushdi hefur þurft að fara huldu höfði árum saman vegna slíkra "morðverðlauna" sem til höfuðs honum voru sett af trúarleiðtoga múslima í Íran og teiknari "múhameðsmyndanna" dönsku hefur heldur ekki getað um frjálst höfuð strokið af sömu ástæðu.

Aldrei hefur frést af því að þeir sem óska eftir slíkum morðkaupum hafi verið sóttir til saka og ekki einu sinni að slíkt hafi verið reynt. Þeir sem auglýsa eftir morðingjum til að vinna fyrir sig glæpaverkin hljóta þó að vera samsekir þeim sem í gikkinn taka eða sveðjunni beita, ef ekki sekari þar sem "verðlaunaféð" er líklegt til að freista alls kyns glæpalýðs og þar með orsaka morð, sem jafnvel hefði ekki verið framið án "verðlaunanna".

Er ekki kominn tími til að lýsa eftir þeim glæpamönnum sem hvetja aðra til morða og annarra illverka og jafnvel borga stórfé fyrir slíka glæpi.


mbl.is Leggur fé til höfuðs kvikmyndagerðarmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband