Hafa íslenskir sjúklingar skaðast vegna niðurskurðar?

Talið er að einhver fjöldi sjúklinga á Akershus sjúkrahúsinu í Noregi hafi skaðast og jafnvel látist vegna manneklu á sjúkrahúsinu á árinu 2011 og hefur framkvæmdastjóri sjúkrahússins beðist afsökunar á skaðanum sem þetta ástand hefur valdið.

Skýringin sem gefin er á þessu máli er að sjúklingum hafi fjölgað en starfsmannafjöldi staðið í stað og manneklan orðið til þess að mistök hafi verið gerð og sjúklingar ekki fengið þá þjónustu sem þurft hefði.

Á Íslandi hefur orðið mikill niðurskurður í heilbrigðisgeiranum sem bitnað hefur á öllum sviðum hans, t.d. í lélegu viðhaldi véla og tækja og fækkun starfsfólks á sjúkrahúsunum, bæði lækna og annars hjúkrunarfólks.

Skyldi nokkur athugun hafa verið gerð á því hér á landi hvort þessi niðurskurður hafi valdið álíka skaða hér og reyndin er í Noregi, hvort sem um er að ræða of nauma læknisþjónustu eða jafnvel ótímabær dauðsföll?


mbl.is Biður sjúklingana afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband