Vakning grunnskólabarna

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur tekið upp þá "sjálfsögðu og eðlilegu" þjónustu við grunnskólabörn að senda borgarstarfsmenn heim til þeirra til þess að vekja þau á morgnana og væntanlega sjá til þess að þau fái sér hollan og góðan morgunverð áður en þau fara í skólann.

Skýringin sem gefin er á þessari morgunvinnu borgarstarfsmannanna er að blessuð börnin geti ekki vaknað við vekjaraklukku og hvað þá að foreldrarnir geti komið þeim fram úr rúmunum og í skólann.

Þetta verður að teljast úrvalsþjónusta, enda börnunum þá óhætt að hanga í tölvunni ennþá lengur fram á nóttina í þeirri öruggu vissu að borgarstarfsmenn hafi ekkert betra að gera á morgnana en að aka á milli borgarhverfa til að koma krökkunum á fætur eftir allt of stuttan nætursvefninn.

Engum dettur væntanlega i hug að þessi umhyggja "stóra bróður" gangi algerlega út í öfgar og að skattpeningum borgarbúa gæti verið varið í þarfari hluti.


mbl.is Borgin vekur börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband