Konungleg brjóst og önnur

Ekki þykir nokkurt einasta tiltökumál þó kvenfólk liggi í sólbaði hálfnakið og a.m.k. berbrjósta hvar sem því verður viðkomið um alla Evrópu og jafnvel víðar um heiminn og hefur slíkt tíðkast í áratugi.

Því verða þau læti sem myndbirting af Kate Middelton þar sem hún sólbaðar sig berbrjósta að teljast með ólíkindum og ótrúlegt að slíkar myndir selji slúðurblöð í risaupplögum, þó það sé greinilega raunin.

Hitt er svo annað mál, að ágangur ljósmyndara og slúðurfréttafólks gagnvart þekktu fólki, er kominn út yfir allan þjófabálk og óþolandi fyrir þetta fólk að geta hvergi verið óhult fyrir þessum fréttalýð, sem jafnvel hrekur fólkið út í opinn dauðann með átroðningi sínum, eins og dæmið af Diönu prinsessu sannar.

Varla þykir nokkrum konungleg brjóst vera merkilegri en þau alþýðlegu.


mbl.is Sérútgáfa með Kate berbrjósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband