Hver þarfnast óvina, sem á svona vini?

Sjávarútvegsráðherra Noregs segist vera í nánu sambandi við sjávarútvegsstjóra ESB um til hvaða efnahagsþvingana skuli gripið gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna innan íslensku lögsögunnar, en bæði Norðmenn og ESB gera tilkall til yfirráða veiðanna á þeim miðum.

Að Norðmenn skuli yfirleitt taka þátt í slíku samsæri gegn íslenskum hagsmunum er stóralvarlegt mál, en þó ekki einsdæmi því Norðmenn studdu dyggilega við bakið á ESB við kúgunartilraunirnar gegn Íslandi vegna Icesave.

Með svona vini eins og Norðmenn og ESB er engin þörf fyrir óvini.


mbl.is „Erum að íhuga refsiaðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband