Sumir skulu vera jafnari en aðrir

Julian Assange hefur orðið fyrir því áfalli að breska fjölmiðlanefndin hefur vísað frá kvörtun hans um að fjölmiðlar í Bretlandi hafi brotið á rétti hans með því að birta myndir af honum dansandi á íslenskum næturklúbbi.

Allir þekkja til Assange, en í fréttinni er þó bent á þetta: "Hann hefur barist fyrir rit- og tjáningarfrelsi og er stofnandi vefsíðunnar Wikileaks."   Í þessari hörðu baráttu fyrir tjáningarfrelsinu virðist ekki vera frelsi til að fjalla um Assange sjálfan eða gerðir hans.

Sjálfur hefur Assange birt milljónir tölvugagna og -pósta sem höfundar þeirra eða móttakendur hafa ekki gefið neitt leyfi til að birta, en kvörtunin til fjölmiðlanefndarinnar byggðist á því að myndirnar af Assange hefðu verið birtar án hans leyfis og í hans óþökk.

Samkvæmt þessu virðist  Assange ætlast til að rit- og tjáningarfrelsi annarra en hans sjálfs verði ýmsum takmörkunum háð og að hann sjálfur eigi að vera jafnari en aðrir, eins og sagði í frægri sögu.


mbl.is Brutu ekki á Assange með því að sýna hann dansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband