Skógrækt er til mikils skaða sumsstaðar

Gífurlegt átak hefur verið gert í skógrækt hringinn í kringum landið undanfarin ár, ekki síst með svokölluðum "bændaskógum" sem ríkið styrkir og ætlaðir eru til atvinnusköpunar í sveitum landsins.

Þetta er að mörgu leyti ágætis mál, en víða er þessi skógrækt til mikillar óþurftar og jafnvel stórskaða vegna þess landslags sem hún er að kæfa og a.m.k. fela algerlega fyrir þeim sem leið eiga um landið og vilja njóta þeirrar náttúrufegurðar sem ómengað landið hefur upp á að bjóða.

Nægir að benda á Borgarfjörðinn og Fljótsdalshérað, svo aðeins tvö landssvæði séu nefnd sem dæmi um svæði þar sem verið er að fela undurfagrar klettaborgir bak við grenitré sem verða tuga metra há og munu innan fárra ára hverfa algerlega sjónum þeirra sem um landið ferðast.

Flestir þekkja hve leiðigjarnt er að aka um víða erlendis og hafa á tilfinningunni að sífellt sé verið að fara fram hjá sama trénu, jafnvel klukkutímum saman. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn vilja ferðast um Ísland án þess að stara endalaust á tré sem byrgja allt útsýni.

Þessa þróun verður að stöðva nú þegar, enda verður það bæði dýrt og fyrirhafnarmikið þegar skaðinn verður endanlega orðinn nánast óviðráðandi.


mbl.is Skógur skyggir á Skógafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband