Kannski hefur Steingrímur J. líka lært eitthvað

Steingrímur J. segir að lykilatriðið í björgun efnahagslífsins á Íslandi eftir bankahrunið 2008 hafi verið snögg viðbrögð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde með setningu Neyðarlaganna og skiptingu bankakerfisins upp í "nýja" banka og "gamla".

Í grein sinni í Financial Times segir Steingrímur m.a: "Á Íslandi hafi innistæðutryggingakerfið verið sambærilegt við önnur Evrópulönd og reynst lítilmegnugt við hrun bankakerfisins. Alþingi hafi með setningu neyðarlaganna veitt innistæðueigendum forgang yfir aðra kröfuhafa og það hafi reynst lykilatriði til að komast út úr kreppunni. Neyðarlögin tryggi að allir kröfum allra innistæðueigenda hafi verið eða verði mætt að fullu, umfram lágmarkið sem Evrópusambandið setur."

Steingrímur J. gerði allt sem í hans valdi stóð á fyrstu mánuðum valdatíma síns í ríkisstjórn til að gera lítið úr Neyðarlögunum og jafnvel að eyðileggja tilgang þeirra, t.d. með hinum ömurlega Svavarssamningi um Icesave, en til allrar lukku tókst almenningi að koma í veg fyrir þær áætlanir í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum.

Eins og sjá má af grein Steingríms J. virðist hann sjálfur hafa lært heilmikið af aðgerðum ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, eigin mistökum og forsögn íslensku þjóðarinnar varðandi Icesave.  Nú ráðleggur hann öðrum Evrópuþjóðum að læra af aðgerðum Geirs og hans samstarfsfólks frá árinu 2008.

Batnandi manni er best að lifa, segir gamalt máltæki og á það vel við nú sem áður. 


mbl.is Evrópa geti lært af Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband