Samfylkingin og Rothschild lávarður

Forystumenn Samfylkingarinnar sjá ekki nokkra ástæðu til að endurmeta innlimunaráformin í ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils, þrátt fyrir vaxandi erfiðleika innan sambandsins og þá alveg sérstaklega meðal evruríkjanna.  Þessi alvarlegi efnahagsvandi hefur leitt til vaxandi umræðns í Evrópu um ennþá nánari samruna ríkjanna með harðri fjárhagslegri fjarstýringu landanna frá Brussel og þrátt fyrir þá umræðu sjá Samfylkingarforkólfarnir enga ástæðu til að staldra við og endurmeta innlimunarferlið.

Því vekur sérstaka athygli og áhyggjur í Evrópu að málsmetandi fjármálajöfur skuli vera búinn að missa trú á evrunni sem gjaldmiðli, eða eins og segir í upphafi viðhangandi fréttar:  "Rothschild lávarður hefur ákveðið að taka stöðu gegn evrunni upp á 130 milljónir punda samhliða vaxandi áhyggjum af því að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur."

Nýlega sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, sem vonast eftir að ná formannssæti í flokknum fljótlega að ekkert gæti leyst efnahagsvanda Íslendinga endanlega nema innlimun í ESB og upptaka evrunnar sem gjaldmiðils í stað krónunnar.

Nú er að sjá hvor er gleggri efnahagssérfræðingur, Rothschild lávarður eða Árni Páll og reyndar aðrir "sérfræðingar" Samfylkingarinnar. 


mbl.is Tekur stöðu gegn evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband