14.8.2012 | 19:40
Fordómafullur Hörður Torfason
Samtökin 78 veittu þeim aðilum sem að þeirra mati höfðu skarað fram úr á síðast liðnu ári varðandi kynningu á málefnum samkynhneygðra og transfólks og fékk mbl.is-sjónvarp ein þessara verðlauna vegna vandaðra kynningarmynda sem birtar voru á vef mbl.is.
Þessi verðlaunaveiting fór algerlega fyrir brjóstið á Herði Torfasyni, söngvaskáldi, sem hefur gefið sig út fyrir að vera mikill baráttumaður gegn hvers kyns fordómum og mannréttindabrotum og sagði að þessi verðlaunaveiting væri algert hneyksli vegna þess að mbl.is væri hluti af ritstjórn Davíðs Oddssonar á Morgunblaðinu og tengdist þar með Sjálfstæðisflokknum.
Eins og kunnugt er hatar Hörður Torfason ekkert meira en frjálslyndar stjórnmálaskoðanir og fellur því sjálfur í þá fordómagryfju sem hann segist hafa helgað líf sitt til að berjast gegn.
Samtökin 78, sem Hörður Torfason stóð að því að stofna á sínum tíma, hafa sent frá sér yfirlýsingu með hörðum mótmælum við þessum fordómafullu skoðunum Harðar og benda á að réttindabarátta þeirra snúist ekki um flokkapólitík, heldur mannréttindabaráttu og að ekki skipti máli hvaðan gott komi í þeim efnum.
Hörður Torfason verður að láta af fordómum sínum, eða a.m.k. að læra að hemja þá, eins og hann ætlast til að aðrir geri.
![]() |
Standa við mannréttindaverðlaunin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.8.2012 | 11:21
Eðlilegt eða arfavitlaust?
Árni Þór Sigurðsson, þingflokksformaður VG og formaður utanríkismálanefndar, hefur alla tíð verið ákaflega meðmæltur innlimun Íslands í ESBstórríkið, væntanlega, og aldrei látið á sér bilbug finna á þeirri vegferð. Þar til núna þegar styttast fer í kosningar og hann er farinn að finna fyrir eldinum sem brennur innan VG vegna svika flokksforystunnar í andstöðu við málið.
Allt í einu snýr Árni Þór við blaðinu og segir eðlilegt að "allir flokkar endurmeti afstöðu ti Evrópusambandsaðildar í ljósi umróts í Evrópu". Þessu hlýtur að vera beint alveg sérstaklega að Samfylkingunni, þar sem afstaða annarra flokka er alveg skýr gegn innlimuninni, meira að segja VG þó sá flokkur hafi unnið gegn sinni eigin stefnu í þeim efnum, sem og mörgum öðrum, alla sína ríkisstjórnarsetu.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hins vegar arfavitlaust að hætta við plan A, þar sem ekki sé til neitt plan B, og á þar við að það eina sem geti bjargað Íslandi frá efnahagserfiðleikum sé innlimum í ESB, þó fáir aðrir skilji hvernig ESB, sem virðist vera í dauðateygjunum, á að geta blásið lífi í þá sem heilbrigðari eru.
Kosningar verða í síðasta lagi næsta vor og byrjunin lofar fjörugum vetri á pólitískum vettvangi.
![]() |
Ekki heiðarlegt að halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)