Flóttamönnum haldið nauðugum í landinu?

Tveir ungir menn sem segjast vera flóttamenn og komu nýlega til landsins og lugu við það tækifæri til um aldur sinn og þóttust vera undir lögaldri svo þeir fengju frekar undanþágur frá lögum og reglum smygluðu sér um borð í flugvél frá Icelandair síðastliðna nótt og reyndu þannig að komast frá landinu.

Svo mikið lá við að engu máli skipti þá félaga hvert flugvélin myndi fara, bara að þeir kæmust til einhvers annars lands því hér á landi vilja þeir greinilega ekki vera. Þetta er ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta sinn, sem "flóttamenn" reyna að smygla sér um borð í skip eða flugvélar til þess að komast eitthvert annað, því Ísland er greinilega aðeins áfangastaður á leið margra þessara manna um heiminn.

Í þessu tiltekna tilfelli virðist vera um unga ævintýramenn að ræða, sem flækjast um heiminn undir því yfirskini að þeir séu "flóttamenn", án þess að geta sýnt á sannfærandi hátt hvað þeir eru að flýja, og geta með því móti látið sjá sér fyrir húsaskjóli, vasapeningum og fæði í viðkomulandinu, hvert sem það er hverju sinni.

Þessa ævintýramenn á auðvitað að senda umsvifalaust til þess lands sem þeir komu frá, án nokkurra tafa, enda ástæðulaust að halda þeim hér á landi gegn sínum eigin vilja.


mbl.is Lokuðu sig inni á salerni flugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband