Biðraðir í búðum - úti og inni

Í morgun opnaði enn ein matvöruverslunin á Reykjavíkursvæðinu og eins og við var að búast, þegar ný verslun opnast, myndaðist talsverð biðröð utan við verslunina áður en hún var opnuð.

Það virðist vera orðið nánast undantekningalaust að þegar ný búð opnar á suðvesturhorni landsins grípi einhvers konar kaupæði um sig hjá stórum hópi fólks og er þá alveg sama hvort um leikfanga-, fata-, byggingavöru-, tölvvöru- eða matvöruverslun er að ræða. Kaupæðið virðist ekki fara í neitt vörugreiningarálit.

Á sama tíma kvartar almenningur um hve allt sé dýrt og kaupmáttur lélegur um þessar mundir, en a.m.k. virðist peningaleysi alls ekki hrjá þá kaupóðustu, sem alltaf eru tilbúnir til þess að leggja á sig mislanga bið í mislöngum biðröðum þegar ný kauptækifæri gefast.

Vonandi verður þetta kaupæði til þess að biðraðamenning nái að skjóta rótum á Íslandi, en til skamms tíma þoldu Íslendingar alls ekki að standa í biðröðum eftir einu eða neinu, heldur reyndu að troðast fram fyrir hvern annan til að ljúka sínum erindum á sem allra skemstum tíma.

Ekkert er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.


mbl.is Margmenni við opnun Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband