Þar sem eru fréttamenn - þar er ÓRG

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti vor, er sérfræðingur í að koma sjálfum sér á framfæri við fjölmiðla og má hvergi vita af fjölmiðlamönnum án þess að mæta á staðinn.

Nú eru Ólimpíuleikar að hefjast í London og þó ÓRG hafi ekki náð Ólimpíulágmarki í nokkurri einustu íþróttagrein er Ólafur mættur á svæðið og byrjaður að koma sér á framfæri við fjölmiðlaliðið og þá alveg sérstaklega ljósmyndarana íslensku og fréttamenn sem að venju falla í áróðursgryfjuna og hefja hann á hærri stall en íþróttamennina sem þó eru tilnefndir fulltrúar landsins á leikunum.

Það eina sem kemur í veg fyrir að ÓRG geti baðað sig í sviðsljósinu í London næstu daga er að hann "neyðist" til að eyða tíma í að láta setja sig í forsetaembættið, enn einu sinni, um mánaðamótin en vonir standa þó til að fjölmiðlarnir verði viðstaddir athöfnina, birti af honum myndir þaðan og birti eitt eða tvö viðtöl við hann í tilefni dagsins.

Vonir standa þó til að ÓRG geti brugðið sér til London að innsetningunni lokinni þannig að hann geti áfram baðað sig í sviðsljósinu á kostnað íþróttafólksins, sem unnið hefur sér rétt til keppni á leikunum með mikilli fyrirhöfn og eljusemi.


mbl.is Einstæð reynsla í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband