Munu Íslendingar taka þátt í refsiaðgerðum gegn Færeyjum?

Framkvæmdastjórn ESB virðist telja að lítið mál verði að þvinga Íslendinga til uppgjafar í makríldeilunni, enda Samfylkingunni og nokkrum nytsömum sakleysingjum mikið í mun að koma í veg fyrir að nokkuð geti tafið innlimunina í bandalagið.

Þrátt fyrir að reiknað sé með að Íslendingar verði leiðitamir í málinu er álitið að Færeyingar muni ekki láta kúga sig, enda alls ekki á þeim buxunum að láta ESB stjórna sínum fiskveiðum.

Fréttin hefst á þessari málsgrein, sem segir í raun það sem segja þarf um málið: "Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er ekki bjartsýn á að það takist að semja við Færeyinga vegna makríldeilunnar en er hins vegar aðeins bjartsýnni í tilfelli Íslands vegna umsóknar landsins um inngöngu í sambandið. Þetta kemur fram hjá fréttaveitunni Agence Europe í gær."

Ætli Jóhanna og Steingrímur J. muni í framhaldinu samþykkja að taka þátt í refsi- og efnahagsaðgerðum gegn færeyingunum? 


mbl.is Bjartsýnni á samninga við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband