Kínverjar í Evrópuinnrás

Í kjölfar evrukreppunnar hafa Kínverjar stóraukið sókn sína inn í Evrópu á fjármálasviði og kaupa upp og stofna hvert fyrirtækið á eftir öðru í þeim löndum sem verst hafa orðið úti og nægir þar að nefna Grikkland og Spán. Ekki má heldur gleyma stóraukinni innrás Kínverjanna á íslenskan markað og er Nubo og Grímsstaðir nýjasta dæmið um það.

Á Spáni er innrásin hafin að fullu og í fréttinni kemur vel fram í lokin hver áhrif Kínverjarnir eru að kaupa sér með þessari athafnasemi sinni, en þar segir: "Fram kemur í fréttaskýringunni að vegna aukinna tengsla landanna á viðskiptasviðinu stuggi spænsk stjórnvöld ekki við Kínverjum með inngripum í viðkvæm málefni. Eru innanríkismál í Tíbet líklega á þeim lista."

Á þessu bloggi hefur margoft verið bent á þessa innrás Kínverjanna í hinn vestræna heim, en baráttan er ekki háð með vopnum að þessu sinni, heldur peningum, og sagt bæði í gríni og alvöru að tímabært sé að taka kínversku upp sem skyldufag í grunnskólum landsins til að undirbúa komandi kynslóðir til þess að geta að minnsta kosti gert sig skiljanlegar við þessa væntanlegu herraþjóð.

Í þessu efni, sem öðrum, er ekki ráð nema í tíma sé tekið. 

 


mbl.is Kínverjar leika á spænsku kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband