Hæstiréttur dæmdur af Mannréttindadómstóli Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í raun ómerkt tvo dóma Hæstaréttar vegna meiðyrða sem kveðnir höfðu verið upp gegn blaðamönnum sem fjallað höfðu um tvo nektarstaði, vændisstarfsemi og aðra ólöglega iðju sem hugsanlega tengdust starfsemi þeirra.

Þetta verður að teljast mikill áfellisdómur yfir Hæstarétti, ekki síst í því ljósi að dómana kváðu upp nokkrir af elstu og virtustu dómurum réttarins. Í máli Erlu voru það þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Garðar Gíslason og Markús Sigurbjörnsson og í máli Bjarkar þau Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson.

Hæstiréttur á að vera útvörður laga og réttar í landinu og gæta til hins ítrasta að mannréttindum og tjáningarfrelsi borgaranna og í því ljósi hlýtur hann að þurfa að endurskoða vinnubrögð sín og viðhorf vegna meiðyrðamála og jafnvel verður í framhaldi af þessum úrskurði að endurskoða öll lög um mannréttindi og tjáningarfrelsi í landinu.

Mannréttindi og tjáningarfrelsi eru dýrmætustu réttindi fólks í lýðræðisríkjum og um þann rétt á ekki að ríkja nokkur ágreiningur.


mbl.is Unnu mál gegn ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband