Ótrúleg viðbrögð stjórnarliða við endurkjöri Ólafs Ragnars

Ótrúlegt er að sjá fýluviðbrögð stjórnarþingmanna við endurkjöri Ólafs Ragnars í forsetaembættið og nægir þar að benda á pistla Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og Ólínar Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem bæði láta óænægju sína í ljósi með því að gera lítið úr úrslitunum og segja þau niðurlægingu fyrir sitjandi forseta.

Þrátt fyrir að hafa aldrei verið stuðningsmaður Ólafs Ragnars, hvorki í pólitík eða að hafa nokkurn tíma kosið hann í forsetakosningum, er ekki með nokkru móti hægt að taka undir þessi fýluskrif stjórnarþingmannanna, sem ekki eru bara óviðeigandi heldur beinlínis ruddaleg og árás á lýðræðið í landinu.

Viðbrögðin sýna ótvírætt að stjórnarliðar vildu nýjan aðila á Bessastaði og þau staðfesta það sem fram var haldið fyrir kosningar að Þóra væri í raun frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.

Í því ljósi verður að túlka úrslit kosninganna, svo framarlega sem hægt er að tala um ósigur nokkurs, að um algera niðurlægingu ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða og þá alveg sérstaklega Samfylkingarinnar.


mbl.is Segir kosningu Ólafs ekki sannfærandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband