27.6.2012 | 22:38
Ótrúlega vel gift
Samkvæmt gamalli og góðri íslenskri málhefð hefur löngum verið sagt að karlmenn í hjónabandi séu "kvæntir" og konur í sömu aðstöðu "giftar".
Þetta er auðvitað orðalag frá þeim tíma sem konur voru körlum "gefnar" og oft voru þær taldar vel giftar og margar aldeilis ótrúlega vel giftar.
Smátt og smátt er þetta orðalag að hverfa úr málinu og nú er oftast einfaldlega sagt um bæði kynin að þau séu gift, hafi þau verið gefin saman á annað borð.
Flestir sem hafa gengið í hjónaband telja sig vafalaust "vel gifta", þannig að það er örugglega ekki einsdæmi varðandi Ólaf Ragnar, þó Dorrit sé alls góðs makleg.
Ekki er heldur ólíklegt að flestar eiginkonur elski land sitt af öllu hjarta og þá líklega jafnt þær íslensku sem aðrar.
![]() |
Ólafur er ótrúlega vel giftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2012 | 09:05
AlmannaTRYGGINGAR eiga að standa við sitt eins og tryggingakaupandinn
AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess alla sína starfsævi með sköttum sínum og skyldur beggja aðila hljóta að vera jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar, þegar tryggingatakinn þarf á þeim að halda.
Undanfarin ár hafa bætur úr almannaTRYGGINGAkerfinu verið skertar svo tugum milljarða nemur og hafa tyrggingatakarnir því verið hlunnfarnir sem því nemur, hvort sem um ellilífeyrisþega eða örorkulífeyrisþega hefur verið að ræða.
Nú er sagt að það muni kosta ríkissjóð marga milljarða að skila til baka því sem af tryggingatökunum hefur verið tekið á undanförnum árum og látið líta út fyrir að það verði gríðarleg blóðtaka fyrir ríkissjóð.
Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði og því alger blekking að gefa í skyn að um mikla fórn sé að ræða af hálfu tryggingasalans.
Tryggingasalinn, í þessu tilfelli ríkissjóður, hefur verið að hlunnfara viðskiptavini sína í mörg ár og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi.
![]() |
Breytingar kosta marga milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)