Vonandi ekki sömu örlög og "sáttanefnd" um sjávarútveg

Þverpólitísk nefnd um framtíðarskipan ellilífeyrismála hefur loksins skilað af sér áliti, sem samkvæmt fréttinni virðist stefna til mikillar einföldunar í málaflokknum, ásamt því að eyða þeim hróplega ósanngjörnu tekjuskerðingum sem tröllriðið hafa kerfinu og gert það nánast óskiljanlegt fyrir þá sem þess eiga að njóta.

Þó miklar vonir verði að binda við að niðurstaða nefndarinnar verði einhvern tíma innan ekki of langs tíma að veruleika, verður að minnast þess að þverpólitísk sáttanefnd sem skilaði niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við um stjórn sjávarútvegs á landinu var ekki fyrr búin að leggja fram sína "sáttatillögu" þegar ríkisstjórnin hleypti öllu í bál og brand að nýju, þannig að ósætti um þann málaflokk hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.

Það er tími kominn til að eftirlaunakerfi ríkisins, sem allir greiða til með sköttum sínum, verði einfaldað, gert skilvirkt og ekki síst skiljanlegt.


mbl.is Skerðingar burt í áföngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband