Kosningabaráttan ekki lengur eftir handritinu?

Sagt er að kosningabarátta Þóru fari fram í samræmi við kvikmyndahandrit Gauks Úlfarssonar, en samkvæmt handritinu átti kvikmyndin að enda á innsetningu hennar í embætti forseta.

Handritið mun vera lítillega breytt frá því að það var notað þegar búinn var til borgarstjóri úr Jóni Gnarr, en sú sviðsetning var beint framhald af sköpun Silvíu Nætur og fíflaganginum í kringum hana, sem auðvitað var fest á kvikmynd, sem reyndar náði minni hylli en kvikmyndagengið hafði gert sér vonir um.

Snilldin við þetta er að nota almenning í landinu sem "stadista" við framleiðsluna, fyrst þegar Silvía Nótt var send fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, næst þegar kjósendur gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra og nú átti að nýta þá til að koma aðalleikaranum í síðustu mynd "þríleiksins" í forsetaembættið.

Allt gekk samkvæmt vel skrifuðu handritinu og þaulskipulagðri vinnu eftir því framan af en nú er örvænting að grípa um sig í framleiðendahópnum, þar sem endirinn virðist ekki ætla að verða eins og handritið gerði ráð fyrir.

Kannski nennir þjóðin ekki lengur að leika aukahlutverk í bíómyndum Gauks Úlfarssonar.


mbl.is Hvöttu Ara til að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband